FRÉTTIR

Fræknir fírar á Fyrirtækjamóti Blakdeildar KA

Blakdeild KA efndi til fyrirtækjamóts í blaki fimmtudaginn 16. maí 2024. 9 starfsmenn Rafeyrar og ein blakstjarna frá Raftákni lögðu saman krafta sína og mættu til leiks og sýndu alskonar tilþrif.

Rafeyri kaupir Víkurraf á Húsavík

Rafeyri ehf. á Akureyri hefur fest kaup á Víkurrafi ehf. á Húsavík. Grundvallaratriði er að starfsmenn Víkurrafs þekkist boð Rafeyrar um að gerast hluthafar í Víkurrafi þannig að fyrirtækið verði áfram húsvískt. Þegar liggur fyrir að nánast allir starfsmenn munu verða eigendur þó að Rafeyri komi til með að eiga meirihlutann.

Rafeyri er 29 ára

29 ár eru frá stofnun Rafeyrar og fögnum við því með gómsætri tertu.

Rafeyri hlýtur Forvarnarverðlaun VÍS 2023

Mætum því óvænta af öryggi var yfirskrift Forvarnarráðstefnu VÍS 2023. Rafeyri leggur áherslu á að starfsmenn fyrirtækisins séu sjálfir ábyrgir fyrir eigin öryggi og annarra og að þeir geti mætt fjölbreyttum áskorunum í vinnuumhverfi og verkefnum af kunnáttu og leikni.

Tuttugu þúsund kassar á dag

Bra Kasser er fyrirtæki í Noregi sem sérhæfir sig í framleiðslu á frauðkössum fyrir laxasláturhús og hefur í því sambandi byggt verksmiðjur þar sem mannshöndin kemur hvergi nærri flutningi á kössum frá framleiðslu til vinnslu. Krafan um afhendingaröryggi og rekjanleika er mikil og eins þarf afkastagetan að vera mikil. Bra Kasser hefur nú selt í samstarfi við Raven ehf., Raftákn ehf. og Rafeyri ehf. tómkassakerfi til Austevoll Laksepakkeri AS í Noregi sem er staðsett í eyjaklasa u.þ.b. 30 km suður af Bergen.

Stærsti dagur í spennibreytingu á Akureyri til þessa

Það þurfti allar hendur á dekk þann 17. ágúst síðastliðin þegar stærsti einstaki spennubreytingaráfanginn á Akureyri frá upphafi var tekinn fyrir. Alls voru 57 rafmagnstöflum spennubreytt. Verkefnið er unnið í samvinnu við Norðurorku og er liður í yfirstandandi eflingu á rafflutningskerfi Akureyrar.

Húsasmiðjan - Blómaval - Ískraft - til hamingju með stórglæsilega verslun

Við óskum eigendum og starfsfólki Húsasmiðjunnar, Ískrafts og Blómavals til hamingju með stórglæsilega verslun að Freyjunesi 1-3 á Akureyri.

Rafeyri í samvinnu við suðurkóreyskt kapalfyrirtæki

Um þessar mundir stendur yfir vinna við lagningu og tengingu 220 kV háspennustrengs þvert yfir Eyjafjörðinn.

Fjórar nýjar bílahleðslustöðvar á Akureyri

Orkuskiptin eru það sem er brennur á margra vörum þessi misserin og Rafeyri lætur ekki sitt eftir liggja.

Rafeyri tekur þátt í tilraunaverkefni með Skógræktinni

Nú á vordögum útbjó Rafeyri í samvinnu við Skógræktina sérstakan ræktunargám en markmiðið með smíðinni var að útbúa rými þar sem hægt er að stýra helstu umhverfisþáttum sem hafa áhrif á vöxt plantna s.s. ljósmagni, hita og rakastigi.