Tuttugu þúsund kassar á dag

Bra Kasser er fyrirtæki í Noregi sem sérhæfir sig í framleiðslu á frauðkössum fyrir laxasláturhús og hefur í því sambandi byggt verksmiðjur þar sem mannshöndin kemur hvergi nærri flutningi á kössum frá framleiðslu til vinnslu. Krafan um afhendingaröryggi og rekjanleika er mikil og eins þarf afkastagetan að vera mikil. Bra Kasser hefur nú selt í samstarfi við Raven ehf., Raftákn ehf. og Rafeyri ehf. tómkassakerfi til Austevoll Laksepakkeri AS í Noregi sem er staðsett í eyjaklasa u.þ.b. 30 km suður af Bergen. Þessi fyrirtæki hafa átt farsælt samstarf í fyrri verkefnum sem öll hafa heppnast vel. Lausnin sem hér um ræðir kallast tómkassakerfi og snýst um móttöku, geymslu, afhendingu allra kassa og loka þar sem gert er ráð fyrir að afhenda um 20 þúsund kassa á dag. Rafeyri sá um að hanna og teikna öll rafkerfi og þessa stundina erum við að leggja að og tengja allan rafbúnað. Markmiðið með hönnun kerfisins er að hægt sé að afhenda kassa inn á flokkara Marel í 3 sekúndur eftir að pöntun berst. Heildarlengd færibanda í kerfinu er um 1,8 km með 342 mótor, 744 skynjurum og 12 km af kapli. Stefnt er að því að verksmiðjan opni í aprílmánuði þessa árs.

Hugmynd á tölvuskjá...

Hugmynd á tölvuskjá...

...raungerist

...raungerist