Sérstakt djúpskaut við Sjúkrahúsið á Akureyri
25.05.2020
Rafeyri hefur í vetur unnið að betrumbótum á rafkerfi Sjúkrahússins á Akureyri til að auka rekstraröryggi stofnunarinnar. Samhliða þessu verkefni hafa Rafeyri og Orkulausnir endurbætt jarðbindingar í húsum SAk sem tengdar verða sérstöku djúpskauti.