Rafeyri hefur fest kaup á Rafmagnsverkstæði Andrésar á Eskifirði af Svönu Guðlaugsdóttur ekkju Andrésar Elissonar. Verkstæðið verður rekið að mestu leyti með óbreyttu sniði og mun áfram heita Rafmagnsverkstæði Andrésar. Lykilstarfsmönnum hefur verið boðið að gerast meðeigendur og vonast Rafeyri til að geta eflt og stækkað fyrirtækið í góðri samvinnu við þá.
Rafmagnsverkstæði Andrésar hefur þjónustað einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir í Fjarðabyggð og munu félögin sameiginlega geta boðið viðskiptavinum sínum aukna og bætta þjónustu. Rafmagnsverkstæði Andrésar var stofnað árið 2002 og hefur því sinnt almennri rafverktöku í Fjarðabyggð s.l. 18 ár en stærstu viðskiptavinirnir eru tengdir útgerð og fiskvinnslu á Austfjörðum.
Gott samstarf við heimamenn er stór þáttur í að vel gangi og munu eigendur Rafmagnsverkstæðis Andrésar leggja sig fram um að skila góðu verki og veita góða þjónustu.