Árangurinn var vonum framar og endaði liðið í efri hlutanum. Stuðst var við aðferðina að byrja hörmulega þannig að hitt liðið var komið með unninn leik og slakaði á og þá var kom að Einari Oddi að gefa upp og sallaði hann inn stigum. Því miður gekk þetta ekki í öllum leikjunum og því náðum við ekki alveg á toppinn. Stig mótsins var þegar Valli sparkaði boltanum í nauðvörn af afli í netstrenginn og hann lak yfir.
Elmar hjá Raftákni var keyptur til að lyfta upp standardinum og andanum hjá liðinu. Hann brást ekki væntingum og þökkum við honum fyrir liðsinnið.