Undirritun samnings um aðveitustöð
Norak ehf. og Becromal Iceland ehf. undirrituðu samning um spennivirki við álþynnuverksmiðju Becromals í Krossanesi föstudaginn 28. mars sl.
Franz Árnason formaður stjórnar Norak og Eyþór Arnalds fulltrúi Becromal Icelands rituðu nöfn sín á samning félaganna um að Norak reisi og reki spennivirki við fyrirhugaða álþynnuverksmiðju í Krossanesi.
Undirritunin fór fram í kjölfar aðalfundar Norðurorku og voru þau Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri Akureyrar og Ásgeir Magnússon stjórnarformaður Norðurorku vitundarvottar að undirrituninni.
Áformað er að framkvæmdir hefjist nú þegar og mun ítalska verktakafyrirtækið D&V annast byggingu húss en Rafeyri og Orkuvirki uppsetningu tækja.