Rafeyri ehf. er orðið útgerðarfélag.
Föstudaginn 16. mars, á afmælisdegi Donna, var Reyfari EA 70 sjósettur í Sandgerðisbót. Báturinn er í eigu Rafeyrar en ekki er nú ætlunin að fara að leggja stund á fiskveiðar. Báturinn er hins vegar til sölu og er áhugasömum bent á að hafa samband við Rafeyri, 460 7800.
Báturinn, sem er Seigur S-870, er smíðaður hjá Seiglu en Rafeyri hefur séð um rafmagnsþáttinn í flestum bátum sem Seigla hefur sent frá sér.
Bæklingur Seiglu um S-seríuna.
Teikningar af S-870 bát Seiglu.
Í prufusiglingunni var reynt á rokkinn í bátnum sem er Nannivél 285 hestöfl og gekk hann 32 sjómílur. Hemlunarvegalengd frá fleygiferð í kyrrstöðu, miðað við frásagnir þeirra sem voru um borð, er 0,1 meter.
Myndasafn (smella til að sjá stærri)
{AG}stories/Greinar/Reyfari_EA70/large{/AG}