Rafeyri tekur þátt í Íslensku Sjávarútvegssýningunni 2011

Í fyrsta skipti tekur Rafeyri þátt í Sjávarútvegssýningunni sem haldin er í Fífunni, Smáranum, Kópavogi.  Rafeyri er með 30m2 bás G70 í fótboltahúsinu. Á básnum eru tvö önnur fyrirtæki undir Rafeyri, Tero ehf. http://www.tero.is/ og Lyngsø Marine  http://www.lyngsoe.com/



Fyrir utan að sýna sig og sjá aðra er Rafeyri að sýna í fyrsta skipti Krummaklóna eða RavenClow sem ætluð er að létta mönnum störfin við samsetningu færibanda bæði til sjós og lands.  Klóin er til sýnis og gefst mönnum kostur á að handfjalla gripinn og prófa við raunverulegar aðstæður.

Rafeyri hefur undanfarin tvö ár flutt inn og selt vörur frá BlueSea og er þær kynntar bátaeigendum og öðrum. Sett hafa verið upp spjöld með ljósum og rofum sem sýna virkni stýringa og búnaðar þessa.

Lyngsø-menn eru með uppsett kerfi sitt sem er heildarlausn fyrir skip þegar kemur að sjálfvirkni, vöktun og stjórnun vélbúnaðar.

Tero ehf kynnir nýjustu útgáfu sína af viðhaldsforritinu ViðhaldsStjórinn 4.7.  Helstu nýjungar eru endurskrifað pantanakerfi og hálfsjálfvirk tenging við bókhaldskerfi í landi þar sem útgerðarstjórar geta tekið á móti pöntunum og flutt þær beint inn í t.d. Navision eða SAP.  Kynntir eru einnig kostir þess að kaupa forritið í þjónustusamning sem ekki hefur verið hægt áður.

Hérna eru nokkrar myndir sem teknar voru af sýningunni.

{slimbox images/stories/Greinar/busy-hall-image-large.jpg,images/stories/Greinar/busy-hall-image-small.jpg,Íslenska Sjávarútvegsýningin - Icelandic Fisheries Exhibition;images/stories/Greinar/img_9406.jpg,images/stories/Greinar/img_9406t.jpg,Spjallað og rætt á básnum;images/stories/Greinar/img_9403.jpg,images/stories/Greinar/img_9403t.jpg,Guðmundur að ræða við væntanlegann kúnna;images/stories/Greinar/img_9402.jpg,images/stories/Greinar/img_9402t.jpg,Af básnum}