Í byrjun árs 2018 var undirritaður samningur á milli Rafeyrar, Skagans 3X, Kælismiðjunnar Frost og Gidrostory rússnesks fiskvinnslufyrirtækis um hönnun og uppbyggingu uppsjávarverksmiðju á Shikotan eyju sem er lítilli eyja í kurleyjaklasanum sem er norður af Japönsku eyjunni Hokkaidō. Þrátt fyrir miklar vegalengdir, erfiða flutninga og tungumála örðugleika gekk vel að koma upp verksmiðjunni og samstarfið við verkkaupa Gidrostroy gekk vel og allur viðgjörningur góður. Vegna þoku og íss eða annarra orsaka í veðrinu gat ferðalagið milli Akureyri og Shikotan tekið frá þrem til sjö daga og farartækin af ýmsum toga eins og flugvélar, ferjur, fiskiskip, ísbrjótar, bílar og þyrlur.
Þar sem almenna rafkerfið á eyjunni er ekki upp á marga fiska var komið upp sérstakri orkustöð til að knýja verksmiðjuna en hún samanstóð af fjórum 2.000 kW Caterpillar ljósavélum sem eru keyrðar eftir aflþörf verksmiðjunnar.
Hlutverk Rafeyrar var að sjá um hönnun og uppsetningu á dreifingu rafmagns til búnaðar Skagans3X og frystikerfis Frost ásamt allri almennri raflögn og lýsingarhönnun í verksmiðjunni.