Nýverið gerðist Rafeyri opinber samstarfsaðili Comsys í Svíðþjóð á Íslandi sem sérhæfir sig á sviði rafgæða og er eitt fremsta fyrirtæki heims í þeim efnum. Rafmagn er ekki bara rafmagn heldur skipta gæði þess töluverðu máli. Þegar ólínulegt álag skapast í rafkerfum, t.d. með aukinni notkun hraðabreyta og dimma í ljósastýringum, geta alls kyns óútskýrðir kvillar komið upp í rafkerfum. Þessir kvillar geta verið að ýmsu tagi t.d. mikil hitamyndun, suð í tækjum og svo ótímabærar bilanir. Comsys hafa um árabil unnið að þróun búnaðar til að vinna bug á þessum kvillum með góðum árangri. Með samstarfi Rafeyrar og Comsys hefur meðvitund og þekking innan veggja Rafeyrar um mikilvægi rafgæða aukist verulega. Augljóst er orðið að góð rafgæði geta skipt sköpum þegar kemur að rekstraröryggi fyrirtækja. Rafeyri hefur sótt námskeið erlendis til að bæta þekkingu sína á þessu sviði og heldur nú umboð Comsys hérlendis.