Það er mál sumra manna að hjartað í heiðinni sé hætt að hafa tilgang og rétt sé að stöðva þennan slátt.
Það eru hins vegar enn fleiri sem láta í ljós ánægju sína með uppátækið og segja að það létti þeim lundina og lýsi upp tilveruna.
Hjartað er tákn kærleikans, tákn sem okkur ber hverju og einu að taka sem áminningu um að láta gott af okkur leiða, hlúa hvert að öðru og varast að dæma ranglega.
Það komast ekki allir á vettvant til að berja dýrðina augum þannig að hér fyrir neðan birtast nokkrar myndir af hjartanu. Vonandi berst það sem víðast um veraldarvefinn.
Fyrst eru tvær myndir frá Val Eyþórssyni.
Myndir frá Sigurði Inga Friðrikssyni fylgja hér.
Davíð Hafsteinsson tók svo þessar tvær.