Eitt af aðalverkefnum Rafeyrar sumarið 2015 hefur verið vinna við stækkun landvinnslu ÚA á Akureyri fyrir Samherja. Verkefnið í heild kostar vel á annan milljarð króna og er hlutur Rafeyrar drjúgur þar af. Eiríkur Vignir Kristvinsson hefur leitt verkhluta Rafeyrar og haft með sér vaska sveit af Rafeyrarmönnum.
Með þessu styrkir Útgerðarfélag Akureyringa mjög landvinnslu sína og ljóst að ekki er bilbugur á þeim bæ í mönnum. Pökkun á ferskum og frystum afurðum fyrir bæði vinnsluna hjá ÚA á Akureyri og Samherja á Dalvík mun fara fram í nýbyggingunni.
Jafnframt er lausfrystir settur upp og fyrirmyndaraðstaða fyrir móttöku og affermingu og tengist þetta svo frystigeymslum.
Áætlanir gera ráð fyrir að verkinu verði lokið í september 2015
.