Nær allir starfsmenn Rafeyrar unnu með Norðurorku að stærstu spennubreytingu sem gerð hefur verið í einum rykk á Akureyri. Alls voru 57 rafmagnstöflum í gömlu hverfi á Eyrinni breytt úr 230V í 400V en við það eykst flutningsgeta kerfisins verulega. Þannig ætti kerfið að vera betur í stakk búið til þess að takast á við orkuskiptin.