Klúbburinn var stofnaður 13. júlí 2010 með mjög óformlegum hætti. Hugmynd kviknaði og var framkvæmd. Tilurð hugmyndar var fyrirhuguð ferð starfsmanna til Tenerife í september 2010. Stefnt er á að leigja mótorhjól og ferðast um eyjuna.
Fimm starfsmenn Rafeyrar eru akandi um á mótorhjólum eða vespum. Nokkrir hafa mótorhjólapróf og aðrir stefna á slíkt próf. Áhugi á mótorsportinu fer vaxandi innan fyrirtækisins.
Nú þegar þessar línur eru ritaðar hafa níu manns skráð sig í félagið eða 17% starfsmanna og verktaka Rafeyrar.
Inntökuskilyrði eru að vera starfsmaður eða verktaki hjá Rafeyri ehf. og hafa áhuga á mótorhjólum.
Stefnt verður að styttri ferðum innanlands á næsta ári.
Akureyri, 18. ágúst 2010
Begga
Rafmótor # 1
Félagar í Rafmótor: