Rafeyri - Framúrskarandi fyrirtæki 2011

Rafeyri - Framúrskarandi fyrirtæki 2011
Rafeyri - Framúrskarandi fyrirtæki 2011

Rafeyri ehf. hefur verið tilkynnt að félagið hafi verið metið sem framúrskarandi fyrirtæki af hálfu Creditinfo annað árið í röð.

2010 voru rúmlega 150 fyrirtæki á listanum en í þetta sinn eru þau 244 og er það ánægjulegt að fleiri fyrirtæki nái því marki.

Eftirfarandi upplýsingar eru lagðar til grundvallar á mati Creditinfo um hvort fyrirtæki uppfylli skilyrði styrkleikamatsins:

  • Að hafa skilað ársreikningum til RSK fyrir rekstrarárin 2008 til 2010
  • Að vera í CIP áhættuflokkum1-3 í  janúar 2012 (minna en 1% líkur á vanskilum)
  • Að sýna ? 0 kr. rekstrarhagnað (EBITD) þrjú ár í röð, 2008 - 2010
  • Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð, 2008 – 2010
  • Eignir séu 100 milljónir kr. eða meira rekstrarárin 2008 – 2010
  • Að eigið fé sé 20% eða meira rekstrarárin 2008 – 2010
  • Að vera virkt fyrirtæki samkvæmt skilgreiningu Creditinfo

Annars er hægt að sjá lista þeirra fyrirtækja sem fylla þennan lista á heimasíðu Creditinfo á slóðinni:

http://www.creditinfo.is/lanstraust/onnur-thjonusta/framurskarandi-fyrirtaeki/

Þennan árangur má þakka metnaði eigenda og starfsmanna í að skila góðu verki og góðum starfsanda.

Það er stefna Rafeyrar að halda áfram á sömu braut með gæði og hag viðskiptavina sinna að leiðarljósi.