Poseidon - Víða liggja verkin

Poseidon - Víða liggja verkin
Poseidon - Víða liggja verkin

Rafeyri óskar útgerðinni Neptune ehf. til hamingju með metnaðarfullar breytingar á Poseidon.

Poseidon er annað skip útgerðarinnar og eru bæði skipin fyrrum íslenskir togarar sem hafa verið endurnýjaðir rækilega á Akureyri. Bæði Slippurinn á Akureyri og Rafeyri eiga að baki hundruðir vinnustunda og geta með stolti skilað góðu verki.

Skipin eru rannsóknarskip og eru þau búin fullkomnustu staðsetningartækjum sem almennt er völ á. M.a. hefur Neptune, fyrra skipið, verið í verkefninu Nord Stream Project sem miðar að því að kortleggja botnin þar sem fyrirhugaðri gaslögn frá Vyborg í Rússlandi til Greifwald í Þýskalandi er ætlað að liggja.

 

Í byrjun júní hélt Poseidon úr höfn á Akureyri áleiðis til Kanada og fóru þar svo fram þær umbætur sem enn var ólokið. Að sérstakri beiðni útgerðarmanna skipsins fór Eiríkur Vignir Kristvinsson, rafvirki hjá Rafeyri, sérstaklega á vettvang til að ljúka vandasömum frágangi.

Eiríkur var með myndavélina í för og njótum við nokkurra mynda hér.