Föstudaginn 8. júlí 2001 tókum við Rafeyrarmenn nýja kaffistofu í gagnið
Hún er búin að vera lengi í mótun þar sem við höfum haft lítinn tíma fyrir okkur sjálfa vegna góðrar verkefnastöðu undanfarin misseri. Það er því jákvætt hversu langur framkvæmdatíminn er.
Það var orðið brýnt að fyrirtækið fengi stærri kaffistofu þar sem fjölgun starfsmanna er fyrir löngu búin að sprengja þá gömlu utan af sér. Af þessu leiðir einnig að skrifstofustarfsemi fyrirtækisins flytur sig í pláss gömlu kaffistofunnar og tæknideild fyrirtækisins fær það olbogarými sem hún þarf á að halda með því að fá núverandi skrifstofu til umráða.
Það þykir gjarnan gott að koma á kaffitímum í heimsókn og þá sérstaklega á föstudögum. Heimir sendiherra okkar og Kristján Hermanns í hans forföllum tryggja að allir fái nægju sína með kaffisopa eða öðrum drykkjum.