Uppbygging gufuaflsvirkjunnar á Þeistareykjum fyrir Landsvirkjun gengur að mestu samkvæmt áætlun. Mildur vetur hefur komið sér afar vel.
Rafeyri hefur aðkomu að fjölmörgum verkþáttum í uppbyggingunni og er aðalverktaki í NAL-37 Stöðvarveitum. Þýska fyrirtækið Balcke Dürr og Japanska fyrirtækið Fuji Electric hafa samvinnu í NAL-30 og er Rafeyri undirverktaki hjá þeim sem og hjá ABB Danmark sem er með verkið NAL-35.
Bláþræðir, sem eru að jöfnu í eigu Rafeyrar og Rafmanna, eru undirverktaki hjá Munck á Íslandi í verkhlutum THR-10 og THR-15 og í tengivirkjunum á Bakka, Þeistareykjum og Kröflu, BAK-01, THR-01 og KRA-01.
Veturinn hefur nú gengið í garð en hin vaska sveit Rafeyrar- og Rafmanna lætur það ekki á sig fá. Búast má við að fljótlega þurfi að fjölga verulega í þessari sveit því verkin framundan eru ærin.