Föstudaginn 2. nóvember 2007 var gengið frá kaupum Rafeyrar á tveimur bilum að auki að Norðurtanga 5. Fyrir átti fyrirtækið tvö og því um tvöföldun að ræða.
Án efa kemur þetta aukna svigrúm til með að gefa færi á frekari vexti sem vilji er til að verði. Nokkuð var farið að bera á því að menn rækju sig utan í í fyrri tveimur bilunum. Hákon er með sitt rými fyrir töflusamsetningar, Addi og Gunni Helga eru í návígi með sínar aðstöður fyrir heimilistækjaviðgerðir annars vegar og hjálpatækja og verkfæraviðgerðir hins vegar.
Húsnæðið verður afhent um mánaðamótin nóvember-desember en vera má að fyrri eigandi þurfi lengri frest til að flytja starfssemi sína og því óvíst hvenær Rafeyri hefst handa við breytingar.