Hæfileikarríkt hyski jafnt og heiðursfólk þandi raddböndin fyrir Rafeyrarmenn á Öskudaginn.
Vinkonurnar Svandís og Sísí tóku á móti söngvurunum og færðu þeim laun þau sem til var unnið.
Mikill metnaður er að baki söngsins hjá langflestum en sérstaka athygli vöktu þó fjórar stúlkur, búnar sem blökkukonur, sem komu og sungu raddað með glæsibrag. Þyrptust starfsmenn að til að sjá og heyra í þeim.
Alls komu 54 lið og í þeim voru 156 krakkar, þ.e. 2,89 að meðaltali í liði.
Rafeyri þakkar öllum fyrir innlitið og vonast er til að sjá sem flesta aftur að ári.