Töflusmíðaverkstæði Rafeyrar er í 150 fermetra rými með góðri lofthæð, bjart og velbúið tækjum sem auðveldar og léttir mönnum vinnuna sem aftur skilar sér í styttri afgreiðslutíma og vandaðri vinnubrögðum. Rafeyri er ekki háð neinum einstökum töfluframleiðanda heldur veljum við framleiðanda sem hæfir verkefninu. Mikil reynsla er til í smíði afldreifinga og stjórnskápa en á Rafeyri voru t.d. smíðaður meginhluti allra stjórnskápa fyrir Þeistareykjavirkjun.
Samstarf Rafeyrar og Kælismiðjunnar Frost hefur verið farsællt í gegnum tíðina en Rafeyri hannar og smíðar mikið af stjórn- og dreifiskápum fyrir stærri frysti- og kælikerfi sem Kælismiðjan Frost selur.