Bílahleðslustöðvar

Vertu tilbúin í orkuskiptin

Til þess að hlaða rafbílinn þarf hleðslustöð. Þegar kemur að því að velja hleðslustöð skiptir máli að vanda valið. Það þarf að meta aðstæður, huga að æskilegum hleðslutíma og velta fyrir sér hvað aukamöguleikar á borð við WiFi og Bluetooth hafa upp á að bjóða.

Ef setja þarf upp fleiri en eina hleðslustöð t.d. í fjölbýli eða fyrir atvinnuhúsnæði er lykilatriði að koma upp stýribúnaði sem sinnir álagsstýringu og getur fylgst með notkun hvers og eins. Einnig þarf að taka tillit til fyrirsjáanlegrar fjölgunar rafbíla og gera þá ráð fyrir að stækka þurfi kerfið í framtíðinni.

Svona virkar þetta:

  1. Við metum í samráði við þig hvaða hleðslustöð hentar þínum aðstæðum.
  2. Metum aðstæður í rafkerfi hússins og hvort það þurfi að gera ráðstafanir.
  3. Pöntum inn stöðina og setjum hana upp fyrir þig.
  4. Tökum út stöðina, tilkynnum til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar.
  5. Þú hleður bílinn áhyggjulaust með bros á vör.

 

Viltu ráðgjöf?

Á Rafeyri starfa reynslumiklir starfsmenn í uppsetningu hleðslustöðva. Við bjóðum upp á ráðgjöf til einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja og getum séð um heildarpakkann fyrir þig. Hafðu samband og við finnum ákjósanlega lausn fyrir þig.

hafa samband