Vertu tilbúin í orkuskiptin
Við komum upp hleðslustöðinni fyrir þig.
Rafeyri er alhliða rafverktaki með fjölbreyttan og framúrskarandi mannafla sem leysir víðtæk vandamál. Það myndi æra óstöðugan ef telja ætti upp öll verkefni Rafeyrar á undanförnum árum. Meðal þeirra stærstu má þó nefna aðkomu að byggingu Þeistareykjarvirkjunnar og uppsjávarverksmiðja á Eskifirði, Færeyjum og Rússlandi. Nýframkvæmdir, endurbætur og viðhald rafkerfa fyrir Landsnet og Landsvirkjun auk fjölda verka í samvinnu við Slippinn á Akureyri.
Á Rafeyri starfar fjölmennur hópur manna tilbúinn að ferðast hvert á land sem er með fjölskrúðuga og víðtæka reynslu á öllum sviðum rafmagns. Reynslan sýnir að bilanir gera sjaldan boð á undan sér og eiga sér ekki endilega stað þegar best stendur á. Við leggjum ríka áherslu á að sinna okkar viðskiptavinum fljótt og vel og biðtími eftir bráðaþjónustu er ávallt stuttur.
Eitt af leiðarljósum í starfsemi Rafeyrar er að mikil áhersla er lögð á að starfsmenn fái tækifæri til að vaxa í starfi hjá fyrirtækinu og séu upplýstir um nýjustu tækni og aðferðir, séu helst alltaf skrefinu á undan öðrum. Í því skyni sækjum við fagsýningar, fagráðstefnur og námskeið af miklum móð. Ekki aðeins leiðir þetta til ávinnings fyrir starfsmennina þar sem viðskiptavinir Rafeyrar geta reitt sig á hæfi þeirra til að skila góðu og vönduðu verki.
Rafeyri starfrækir hönnunar- og tæknideild sem gerir fyrirtækið fært um að leysa ýmis tæknilega flókin verkefni auk þess að veita viðskiptavinum víðtæka þjónustu í efnisútvegun og upplýsingaleit. Rafeyri gerir einnig föst verðtilboð í einstök verk, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Hafðu samband við okkur eða komdu og fáðu nánari upplýsingar. Við tökum vel á móti þér.