Útilega í Vaglaskógi

Velheppnuð útilega

Starfsmenn Rafeyrar og fjölskyldur þeirra flykktust í Vaglaskóg helgina 20. - 22. júlí.
Margt var gert sér til skemmtunar og grillmeistarar fyrirtækisins fengu að láta ljós sitt skína.
Á laugardeginum var farið í leiki og m.a. var farið í eggjakast. Þrátt fyrir persónuhlífar komust ekki allir klakklaust frá ósköpunum en kannski eru hrá egg ekki svo slæm fyrir hárið.