Saga Rafeyrar

 

1 Upphafið

Rafeyri ehf. var stofnað 1994 upp úr rafmagnsdeild Slippstöðvarinnar.
Jónas M. Ragnarsson er rafvirkjameistari félagsins bæði með B- og A-löggildingu.
Rafeyri var til húsa að
Hjalteyrargötu 20 en er nú staðsett að Norðurtanga 5.

2 Starfsemin

Þjónusta við útgerðir hefur verið rauður þráður í starfseminni. Fyrirtækið þjónustar einstaklinga í litlum mæli en leggur áherslu á fyrirtæki og útboðsverk. Sérstök áhersla er á háspennurafvirkjun.
Síðustu ár hefur verið starfrækt tæknideild sem annast tilboðsgerð, teikni- og hönnunarvinnu ásamt því að leiða tæknihluta verka.

Starfssvæði Rafeyrar er nánast um allt land þó langmest af verkefnunum séu staðsett á Eyjafjarðarsvæðinu. Einnig hafa starfsmenn fyrirtækisins sinnt verkefnum í nálægum löndum.

Stjórnarformaður er
Davíð Hafsteinsson, rafiðnfræðingur og með honum í stjórn sitja þeir Jónas M. Ragnarsson, rafvirkjameistari og Gunnar E. Gunnarsson, rafvirki. Framkvæmdastjóri er Kristinn Hreinsson, rekstrarfræðingur.

Stærstu verkefnin í sögu fyrirtækisins eru stækkun og endurbætur á
Lagarfossvirkjun og uppbygging aflþynnuverksmiðju Becromal í Krossanesi.
Ársstörfum hefur fjölgað umtalsvert undanfarin ár og 2009 voru þau um 45.

Stærstu birgjar Rafeyrar eru
Johan Rönning, Ískraft og Reykjafell.

3 Eigendurnir

Eigendur eru sjö og eru þeir Davíð Hafsteinsson, Jónas M. Ragnarsson, Gunnar E. Gunnarsson, Guðmundur Blöndal, Þorkell Björnsson, Björn Ó. Björnsson og Ingvi Björnsson.

Þeir fjórir fyrst nefndu eru meðal stofnenda fyrirtækisins og  hafa starfað óslitið hjá félaginu frá upphafi. 2002 sameinuðust  Rafeyri og Bláþræðir og fengu þá bræðurnir þrír eignarhluti í Rafeyri.


4 Starfsmennirnir

Það hefur verið gæfa Rafeyrar að hafa ætíð kraftmikla og metnaðarfulla starfsmenn.

Rafvirki, vélstjóri, vélvirki, rafvélavirki, rafiðnfræðingur, iðnaðarrafvirki, vélfræðingur, rafvélavirkjameistari og vélvirkjameistari eru meðal þeirra réttindaheita sem prýða starfsmennina.

Eitt af því sem alla tíð hefur verið lögð áhersla á hjá Rafeyri  er að starfsmenn þess vaxi í starfi, séu upplýstir um nýjustu tækni og aðferðir og séu helst skrefi á undan. Í því skyni hafa fagsýningar, fagráðstefnur og námskeið verið sótt af miklum móð. Hefur Rafeyri fengið á sig orð að vera framsækið fyrirtæki með fagmenn sem kunna lausnir á viðfangsefnunum.


5 Rafeyrarhjartað

Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina stutt við starfsemi hinna ýmsu félaga og styrktaraðila með smáum og stórum upphæðum.
Rafeyrarhjartað er á réttum stað og í ljósi þess var sett upp uppljómað hjarta í Vaðlaheiði.
Fjölmargir bæjarbúar hafa lýst yfir ánægju sinni með uppátækið og segja að þetta hafi létt þeim lundina í svartnættinu.

6 Félagslífið

Lífsgleði og góður starfsandi einkennir lífið á Rafeyri.
Eigendur hafa farið þar í fararbroddi og fyrirtækið hefur ávallt verið ötult við að styðja við félagslíf starfsmanna. Annað hvert ár hefur verið farið erlendis en þess utan eru einnig haldin Litlu-Jól, golfmót, keilumót, fluguhnýtingarnámskeið, farið í skemmtiferðir, fjölskylduútilegur o.s.frv.


7 Framtíðin

Framtíðin er björt hjá Rafeyri.

Fyrirtækið hefur verið vaxandi og áfram er stefnt á að fyrirtækið eflist á ýmsan máta.