Góð verkefnastaða og góður gangur

Verkefnastaða Rafeyrar er allgóð um þessar mundir og bjart framundan í þeim efnum.

Hæst bera verkin í Krossanesi í tengslum við uppbyggingu aflþynnuverksmiðju fyrir Becromal og aðveitustöð henni tengdri fyrir Norak. Reyndar á Rafeyri þriðjung í Norak á móti öðrum jafnstórum hlutum Norðurorku og Orkuvirkis.

Þá er að komast skriður góður á uppbyggingu moltuverksmiðju frammi á Þverá.
IV. áfangi Háskólans á Akureyri skríður nú upp úr jörðinni og upp í loftið og fljótlega eykst aðkoma rafvirkjanna frá Rafeyri þar á vettvangi.
Slippurinn á Akureyri er með fjölmörg skip bókuð og er árið nánast að verða fullbókað. Þessu fylgja mörg viðvik fyrir Rafeyri og er sá hluti einn af burðarásunum í rekstri félagsins.

Eins og ævinlega eru síðan fjölmörg önnur verk og má þar nefna að í síðustu viku var lokið smíði enn eins báts hjá Seiglu með aðkomu Rafeyrar að rafmagninu.