Free Joomla! 3 Extensions by VinaGecko.com

Vina Camera Image Slider

The best responsive image slideshow module for Joomla 3!

Responsive Image Slideshow

Respond perfectly for all device resolutions like mobiles, tablets and the browser size of your site visitor.

Vina Camera Image Slider support unlimited image. Very easy to add new, remove and order image.

Thumbnail Images Navigation

Vina Camera Image Slider will auto create thumbnail images and make it work as a navigation.

Display caption anywhere!

You can display caption anywhere! Just need change the left, top, right or bottom.

Gott orðspor - góð verkefnastaða

Í glímunni við að afla verkefna hefur tæknideild Rafeyrar staðið sína plikt undanfarið sem endranær. Fyrir tæplega 50 manna fyrirtæki er mikið í húfi að góð verk fáist og að vandað sé í hvívetna til þeirra vinnu sem lagt er í við tilboðsgerð. Mikil reynsla og gott kerfi Rafeyrar hefur sannað gildi sitt með vönduðum tilboðum og iðulega hefur tæknideildin fengið lof í eyra vegna framúrskarandi skila á tilboðum.
Verkefnastaða Rafeyrar er traust og framundan góð verk í hendi. ABB hefur tilkynnt að gengið verði til samninga við Rafeyri varðandi spennavirki að Klafastöðum í Hvalfirði og er þar um 5000 vinnustunda verk að ræða. Þá er framundan vinna við uppbyggingu frystigeymslu fyrir HB Granda á Grandagarði.  Það er ánægjuefni að nú sé örstutt í að Ósafl taki til við að gera gat á Vaðlaheiði og mun Rafeyri sjá um vinnurafmagnið á verktíma. Þá verða vinnubúðir Rafeyrar og GV grafna settar upp á vettvangi og nýttar sem skrifstofuaðstaða.
Það er vor í lofti og klakinn sem þakti tún og móa hopar hratt. Eitthvað segir okkur að sama eigi við varðandi uppbyggingu og verkefni framundan. Virkjanaframkvæmdir á háhitasvæðum Þingeyjarsýslna, framkvæmdir á og í tengslum við Bakka ásamt hinum fjölmörgu kostum á norðurslóðum eru sólargeislar sem örva gróandann og nú er það bara okkar að skapa skjól og vökva nýgræðinginn.