Mótor/rafala-vindingar

Sigurður Högnason við mótorvindingarRafeyri hefur sinnt mótorvindingum til fjölda ára þrátt fyrir tímabil þar sem ekki var hagkvæmt að vinda mótora og því erfitt að halda uppi þjónustunni. Reynslan hefur þó kennt okkur það að þessi þjónusta er bráðnauðsynleg því upp koma aðstæður þar sem afgreiðslutími á mótorum sem ekki eru staðlaðir getur verið mjög langur og mikil verðmæti í húfi að fá mótorinn í gang sem fyrst.

Við höfum kappkostað að útbúa góða aðstöðu fyrir mótorvindingar bæði með viðeigandi tólum og tækjum ásamt því að huga vel að öryggis og heilbrigðismálum en við mótorvindingar eru notuð rokgjörn leysiefni og lökk. Ofninn sem við notum til að baka mótora í eftir lökkun rúmar mótora með þvermál allt að 1,2m þannig að okkur er kleyft að vinda stóran hluta þeirra mótora sem eru notaðir á Íslandi í dag.

Í gegnum tíðina hefur myndast verðmætur upplýsingagrunnur um mótora því allir mótorar sem komið hafa í vindingu hjá Rafeyri fá sitt spjald í grunninum þar sem allar helstu upplýsingar um mótorinn eru skráðar þannig ef samskonar mótor kemur aftur í vindingu er fljótlegt að greina mótorinn og þannig finna út hversu langan tíma tekur að vinda o.s.frv.