Mótorviðgerðir

Mótorar í dælukerfi BecromalRafeyri býr yfir mikilli þekkingu og reynslu í upptektum á mótorum bæði stórum og smáum. Við höfum kappkostað að mennta starfsmenn í meðhöndlun á legum og útbúið verkstæðið fullkomnum tólum og tækjum til viðgerða á mótorum. Sérstök mælitæki til að mæla spanviðnám og einangrun, afdráttarklær í öllum stærðum og gerðum, sérstakur leguhitari, ofn sem rúmar mótora með þvermál allt að 1,2m og 2ja metra langa eru meðal þeirra tóla sem gerir okkur kleift að þjónusta viðskiptavini okkar fljótt og vel.