Framúrskarandi Fyrirtæki 2014

Framúrskarandi Fyrirtæki 2014

Fimmta árið í röð er Rafeyri meðal þeirra íslensku fyrirtækja sem hljóta viðurkenningu Creditinfo og fær sæmdarheitið Framúrskarandi fyrirtæki 2014.

 

 

 

Ár frá ári hefur þeim fyrirtækjum fjölgað sem komast í þennan flokk en til að ná svo langt þurfa þau að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 

● Hefur skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár
● Líkur á alvarlegum vanskilum eru minni en 0,5%
● Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð
● Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
● Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
● Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
● Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo

Það er ljóst að þennan árangur má þakka starfsmönnum Rafeyrar þar sem hver hæfileikamaðurinn á fætur öðrum leggur sitt af mörkum.